Er fyrir þá sem hafa ADR réttindi til tankaflutnings en þurfa að endurnýja réttindin sem þarf að gera á 5 ára fresti. Til að endurnýja réttindi til tankaflutnings þarf að hafa lokið endurnýjun grunnréttinda eða gera það samhliða. Á námskeiðinu er fjallað um flutning hættulegra efna í tönkum sem eru stærri en 1000 lítrar, merkingu ökutækja, sérstök ákvæði sem eiga við um tanka og ökutæki sem notuð eru til tankaflutninga. Áhersla er á nýlegar breytingar sem orðið hafa á ADR reglunum.
- Kennari: Guðmundur Magnússon